Sálmarnir
Kafla 76
Til söngstjórans. Með strengjaleik. Asafs-sálmur. Ljóð. (76:2)Guð er augljós orðinn í Júda, í Ísrael er nafn hans mikið.
2 (76:3) Skáli hans er í Salem og bústaður hans á Síon.
3 (76:4) Þar braut hann sundur leiftur bogans, skjöld og sverð og hervopn. [Sela]
4 (76:5) Þú birtist dýrlegur, ógurlegri en hin öldnu fjöll.
5 (76:6) Hinir harðsvíruðu urðu öðrum að herfangi, þeir sofnuðu svefni sínum, og hendurnar brugðust öllum hetjunum.
6 (76:7) Fyrir ógnun þinni, Jakobs Guð, hnigu bæði vagnar og hestar í dá.
7 (76:8) Þú ert ógurlegur, og hver fær staðist fyrir þér, er þú reiðist?
8 (76:9) Frá himnum gjörðir þú dóm þinn heyrinkunnan, jörðin skelfdist og kyrrðist,
9 (76:10) þegar Guð reis upp til dóms til þess að hjálpa öllum hrjáðum á jörðu. [Sela]
10 (76:11) Því að reiði mannsins verður að lofa þig, leifum reiðinnar gyrðir þú þig.
11 (76:12) Vinnið heit og efnið þau við Drottin, Guð yðar, allir þeir sem eru umhverfis hann, skulu færa gjafir hinum óttalega,
12 (76:13) honum sem lægir ofstopa höfðingjanna, sem ógurlegur er konungum jarðarinnar.