Jósúabók
Kafla 19
Næst kom upp hlutur Símeons, kynkvíslar Símeons sona eftir ættum þeirra, en arfleifð þeirra lá inni í arfleifð Júda sona miðri.
2 Þeir fengu að arfleifð: Beerseba og Seba, Mólada,
3 Hasar Súal, Bala, Esem,
4 Eltólað, Betúl, Horma,
5 Siklag, Bet Markabót, Hasar Súsa,
6 Bet Lebaót og Sarúhen, þrettán borgir og þorpin, er að liggja.
7 Aín, Rimmon, Eter og Asan, fjórar borgir og þorpin, er að liggja,
8 auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar allt til Baalat Beer, Rama suðurlandsins. Þetta var arfleifð kynkvíslar Símeons sona, eftir ættum þeirra.
9 Arfleifð Símeons sona var nokkur hluti af landshluta Júda sona, því að hluti Júda sona var of stór fyrir þá, og fyrir því fengu Símeons synir arfleifð í miðri arfleifð þeirra.
10 Þá kom upp þriðji hluturinn. Það var hlutur Sebúlons sona eftir ættum þeirra, og náðu landamerki arfleifðar þeirra allt til Saríd.
11 Og landamerki þeirra lágu í vestur upp til Marala, þaðan út til Dabbeset og lentu hjá læknum, sem rennur fyrir austan Jokneam.
12 Til austurs aftur á móti, gegnt upprás sólar, lágu þau frá Saríd til landamæra Kislót Tabors, þaðan til Daberat og þaðan upp til Jafía.
13 Þaðan lágu þau í austur, mót upprás sólar, yfir til Gat Hefer, til Et Kasín, síðan til Rimmon, sem nær allt til Nea.
14 Og landamerkin beygðu þar við, norður til Hannatón, og alla leið til Jifta-El-dals,
15 ásamt Katat, Nahalal, Simron, Jidala og Betlehem, tólf borgir og þorpin, er að liggja.
16 Þetta var arfleifð Sebúlons sona, eftir ættum þeirra: þessar borgir og þorpin, er að liggja.
17 Þá kom upp fjórði hluturinn. Það var hlutur Íssakars, Íssakars sona eftir ættum þeirra.
18 Og land þeirra tók yfir: Jesreel, Kesúllót, Súnem,
19 Hafaraím, Síón, Anaharat,
20 Rabbít, Kisjon, Ebes,
21 Remet, En-Ganním, En-Hadda og Bet Passes.
22 Og landamerkin náðu til Tabor, Sahasíma og Bet Semes, og alla leið til Jórdanar, sextán borgir og þorpin er að liggja.
23 Þetta var arfleifð kynkvíslar Íssakars sona eftir ættum þeirra, borgirnar og þorpin er að liggja.
24 Þá kom upp fimmti hluturinn. Það var hlutur kynkvíslar Assers sona, eftir ættum þeirra.
25 Og land þeirra tók yfir: Helkat, Halí, Beten, Aksaf,
26 Allammelek, Amead og Míseal, og þau náðu vestur að Karmel og Síhór Libnat.
27 Þaðan lágu þau í austur til Bet Dagón, og náðu að Sebúlon og Jifta-El-dal í norðri, Bet Emek og Negíel, og lágu norður til Kabúl,
28 Ebron, Rehób, Hammon og Kana, allt til hinnar miklu Sídon.
29 Þaðan beygðust landamerkin til Rama og allt til hinnar víggirtu borgar Týrus, og þaðan aftur til Hósa og þaðan alla leið til sjávar, frá því er Aksíbhéraði sleppir.
30 Auk þess Akkó, Afek og Rehób, tuttugu og tvær borgir og þorpin, er að liggja.
31 Þetta var arfleifð kynkvíslar Assers sona, eftir ættum þeirra, þessar borgir og þorpin, er að liggja.
32 Þá kom upp sjötti hluturinn. Það var hlutur Naftalí, Naftalí sona eftir ættum þeirra.
33 Og landamerki þeirra lágu frá Helef, frá eikunum hjá Saananním, Adamí Nekeb og Jabneel allt til Lakkúm og alla leið að Jórdan.
34 Þaðan gengu landamærin í vestur til Asnót Tabor, þaðan út til Húkkók, náðu til Sebúlons að sunnanverðu, til Assers að vestanverðu og til Júda við Jórdan gegnt upprás sólar.
35 Og víggirtar borgir voru þar: Siddím, Ser, Hammat, Rakkat, Kinneret,
36 Adama, Rama, Hasór,
37 Kedes, Edreí, En Hasór,
38 Jirón, Migdal, El, Horem, Bet Anat og Bet Semes - nítján borgir og þorpin, er að liggja.
39 Þetta var arfleifð kynkvíslar Naftalí sona eftir ættum þeirra, borgirnar og þorpin, er að liggja.
40 Loks kom upp sjöundi hluturinn, og var það hlutur kynkvíslar Dans sona, eftir ættum þeirra.
41 Og landamerkin að arfleifð þeirra voru Sorea, Estaól, Ír-Semes,
42 Saalabbín, Ajalon, Jitla,
43 Elón, Timnat, Ekron,
44 Elteke, Gibbetón, Baalat,
45 Jehúd, Bene Berak, Gat Rimmon,
46 Me-Jarkón og Rakkon, ásamt landinu gegnt Jafó.
47 En land Dans sona gekk undan þeim. Þá fóru Dans synir og herjuðu á Lesem, unnu hana og tóku hana herskildi, slógu síðan eign sinni á hana og settust þar að og nefndu hana Dan eftir nafni Dans, föður þeirra.
48 Þetta var arfleifð kynkvíslar Dans sona eftir ættum þeirra, þessar borgir og þorpin, er að liggja.
49 Er Ísraelsmenn höfðu skipt landinu öllu til ystu ummerkja, gáfu þeir Jósúa Núnssyni óðal meðal sín.
50 Eftir boði Drottins gáfu þeir honum borg þá, er hann sjálfur kaus, en það var Timnat Sera í Efraímfjöllum. Hann byggði upp borgina og bjó þar síðan.
51 Þessar voru arfleifðirnar, er þeir Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ætthöfðingjar kynkvísla Ísraelsmanna úthlutuðu með hlutkesti í Síló frammi fyrir Drottni, við dyr samfundatjaldsins. Höfðu þeir nú lokið því að skipta landinu.