Esterarbók
Kafla 10
Og Ahasverus konungur lagði skatt á landið og eyjar hafsins.
2 En öll verk máttar hans og hreysti og lýsing á vegsemd Mordekai, þeirri er konungur hóf hann til, það er ritað í Árbókum Medíu- og Persíukonunga.
3 Því að Mordekai Gyðingur gekk Ahasverusi konungi næstur að völdum og var mikils virtur meðal Gyðinga og vinsæll hjá hinum mörgu ættbræðrum sínum, með því að hann leitaði heillar þjóðar sinnar og lagði liðsyrði öllu kyni sínu.