Fyrri kroníkubók

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29


Kafla 5

Synir Rúbens, frumgetnings Ísraels - því að frumgetningurinn var hann, en er hann hafði flekkað hvílu föður síns, var frumgetningsrétturinn veittur sonum Jósefs, sonar Ísraels (þó skyldu þeir eigi teljast frumgetnir í ættartölum);
2 því að Júda var voldugastur bræðra sinna, og einn af niðjum hans varð höfðingi, en frumgetningsréttinn fékk Jósef -
3 synir Rúbens, frumgetins sonar Ísraels, voru Hanok, Pallú, Hesron og Karmí.
4 Synir Jóels: Semaja, sonur hans, hans son var Góg, hans son Símeí,
5 hans son Míka, hans son Reaja, hans son Baal,
6 hans son Beera, er Tílgat Pilneser Assýríukonungur herleiddi. Hann var höfðingi fyrir Rúbensniðjum.
7 Og frændur hans eftir ættum þeirra, eins og þeir voru skráðir í ættartölum eftir uppruna þeirra, voru: Hinn fyrsti var Jeíel, þá Sakaría
8 og Bela Asasson, Semasonar, Jóelssonar. Hann bjó í Aróer og allt að Nebó og Baal Meon.
9 Og gegnt austri bjó hann allt að eyðimörkinni, er liggur í vestur frá Efratfljóti, því að þeir áttu hjarðir miklar í Gíleaðlandi.
10 En á dögum Sáls áttu þeir í ófriði við Hagríta, og er Hagrítar voru fallnir fyrir þeim, settust þeir að í tjöldum þeirra, er voru með allri austurhlið Gíleaðs.
11 Niðjar Gaðs bjuggu andspænis þeim í Basanlandi, allt til Salka.
12 Var Jóel helstur þeirra, þá Safam og Jaenaí og Safat í Basan.
13 Og frændur þeirra eftir ættum þeirra voru: Míkael, Mesúllam, Seba, Jóraí, Jaekan, Sía og Eber, sjö alls.
14 Þessir eru synir Abíhaíls, Húrísonar, Jaróasonar, Gíleaðssonar, Míkaelssonar, Jesísaísonar, Jahdósonar, Bússonar.
15 Var Ahí Abdíelsson, Gúnísonar, ætthöfðingi þeirra.
16 Og þeir bjuggu í Gíleað, í Basan og þorpunum umhverfis, og í öllum beitilöndum Sarons, svo langt sem þau náðu.
17 Þessir allir voru skráðir á dögum Jótams Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Ísraelskonungs.
18 Rúbensniðjar, Gaðsniðjar og hálf kynkvísl Manasse, þeir er hraustir menn voru, báru skjöld og sverð, bentu boga og kunnu að hernaði, fjörutíu og fjögur þúsund, sjö hundruð og sextíu herfærir menn,
19 áttu í ófriði við Hagríta og við Jetúr, Nafís og Nódab.
20 Og þeir fengu liðveislu gegn þeim, og Hagrítar og allir bandamenn þeirra gáfust þeim á vald. Því að meðan á bardaganum stóð, höfðu þeir hrópað til Guðs um hjálp, og bænheyrði hann þá, af því að þeir treystu honum.
21 Höfðu þeir burt með sér að herfangi hjarðir þeirra, fimmtíu þúsund úlfalda, tvö hundruð og fimmtíu þúsund sauði, tvö þúsund asna og hundrað þúsund manns.
22 Því að margir voru þeir, er voru lagðir sverði og féllu, því að ófriðurinn var háður að Guðs ráði. Bjuggu þeir þar eftir þá fram til herleiðingar.
23 Þeir, er tilheyrðu hálfri Manassekynkvísl, bjuggu í landinu frá Basan til Baal Hermon og til Seír og Hermonfjalls. Voru þeir fjölmennir,
24 og voru þessir ætthöfðingjar þeirra: Efer, Jíseí, Elíel, Asríel, Jeremía, Hódavja og Jahdíel. Voru þeir kappar miklir og nafnkunnir menn, höfðingjar í ættum sínum.
25 En er þeir sýndu ótrúmennsku Guði feðra sinna og tóku fram hjá með guðum þjóðflokka þeirra, er fyrir voru í landinu, en Guð hafði eytt fyrir þeim,
26 þá æsti Guð Ísraels reiði Púls Assýríukonungs og reiði Tílgat Pilnesers, Assýríukonungs, og herleiddi hann Rúbensniðja, Gaðsniðja og hálfa kynkvísl Manasse og flutti þá til Hala, Habór, Hara og Gósanfljóts, og er svo enn í dag.