Einfaldleiki


  • Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín." Jóhannesarguðspjall 12:32
  • Ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða fagnaðarerindið, - og ekki með orðspeki, til þess að kross Krists missti ekki gildi sitt. Fyrra Korintubréf 1:17
  • En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða.Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er,til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. Fyrra Korintubréf 1:27-29
  • Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, Fyrra Korintubréf 2:4