Frelsun


  • Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
    Jóhannesarguðspjall3:16
  • Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,
    Rómverjabréfið 3:23
  • Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
    Rómverjabréfið 6:23
  • Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
    Jóhannesarguðspjall 14:6
  • En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
    Jóhannesarguðspjall 1:12
  • Jesús svaraði honum: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju."
    Jóhannesarguðspjall 3:3
  • Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.
    Hebreabréfið 9:22
  • og sagði: "Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.
    Matteusarguðspjall18:3
  • Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.
    Opinberunarbókin 3:20
  • Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
    Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9
  • Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.10 Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.því að "hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða."
    Rómverjabréfið 10:9, 10, 13
  • Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf.9 Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.
    Efesusbréfið2:8, 9
  • þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.
    Títusarbréf 3:5
  • En þeir sögðu: "Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."
    Postulasagan 16:31
  • Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum."
    Jóhannesarguðspjall 3:36
  • Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.
    Jóhannesarguðspjall 10:28
  • Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.
    Síðara Korintubréf 5:17