Bæn
- Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
Matteusarguðspjall 7:7 -
Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það. -
Jóhannesarguðspjall 15:7 -
Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt. -
Jeremía 33:3 -
Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, -
Jeremía 29:13 -
Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra. -
Jesaja 65:24 -
Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." -
Matteusarguðspjall 18:19, 20 -
Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um. -
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:14, 15 -
Biðjið án afláts.
Fyrra Þessaloníkubréf 5:17 -
Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki. En Guð hefir heyrt, gefið gaum að bænarópi mínu. -
Sálmarnir 66:18, 19 -
Símon, Símon, Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti.En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við." -
Lúkasarguðspjall 22:31, 32 -
Þess vegna getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.-
Hebreabréfið 7:25 -
Ég vil, að karlmenn biðjist hvarvetna fyrir, með upplyftum heilögum höndum, án reiði og þrætu.
Fyrra Tímóteusarbréf 2:8 -
Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið. En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.-
Rómverjabréfið 8:26, 27 -
Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. -
Markúsarguðspjall 11:24 -
Og hvað sem vér biðjum um fáum vér hjá honum, af því að vér höldum boðorð hans og gjörum það, sem honum er þóknanlegt. -
Fyrsta Jóhannesarbréf 3:22 -
Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: "Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt." -
Matteusarguðspjall 26:39 -
En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. -
Matteusarguðspjall 6:6, 7 -
Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma. -
Hebreabréfið 4:16 -
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. -
Efesusbréfið 6:18 - Ég vil, að karlmenn biðjist hvarvetna fyrir, með upplyftum heilögum höndum, án reiði og þrætu. -
Fyrra Tímóteusarbréf 2:8 -
Kvöld og morgna og um miðjan dag harma ég og styn, og hann heyrir raust mína.
Sálmarnir 55:17 -
Hann snýr sér að bæn hinna nöktu og fyrirlítur eigi bæn þeirra.
Sálmarnir 102:17 -
Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína. Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann.
Sálmarnir 116:1, 2 -
Kvöld og morgna og um miðjan dag harma ég og styn, og hann heyrir raust mína.
Sálmarnir 55:17 -
Hann snýr sér að bæn hinna nöktu og fyrirlítur eigi bæn þeirra.
Sálmarnir 102:17 -
Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína.Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann.
Sálmarnir 116:1, 2 -
Hann mun vissulega miskunna þér, þegar þú kallar í neyðinni, hann mun bænheyra þig, þegar hann heyrir til þín.
Jesaja 30:19 -
Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra.
Jesaja 65:24 -
Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt.
Jeremía 33:3 -
Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
Matteusarguðspjall 6:5 -
Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni. Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."
Matteusarguðspjall 18:18, 19, 20 -
Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.
Jóhannesarguðspjall 14:13, 14 -
Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.
Jóhannesarguðspjall 15:7 -
Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
Jóhannesarguðspjall 16:23, 24 -
Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður.
Jakobsbréfið 4:8 -
Og hvað sem vér biðjum um fáum vér hjá honum, af því að vér höldum boðorð hans og gjörum það, sem honum er þóknanlegt.
Fyrsta Jóhannesarbréf 3:22 -
Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um.
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:14, 15 -
Svo segir Drottinn, Hinn heilagi í Ísrael og sá er hann hefir myndað: Spyrjið mig um hið ókomna og felið mér að annast sonu mína og verk handa minna!
Jesaja 45:11 -
Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,
Jeremía 29:13 -
Jesús svaraði þeim: "Sannlega segi ég yður: Ef þér eigið trú og efist ekki, getið þér ekki aðeins gjört slíkt sem fram kom við fíkjutréð. Þér gætuð enda sagt við fjall þetta: ,Lyft þér upp, og steyp þér í hafið,' og svo mundi fara.Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið."
Matteusarguðspjall 21:21, 21D, 22 -
Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.
Markúsarguðspjall 11:24 -
Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.
Lúkasarguðspjall 11:9, 10 -
Um fyrirheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina, og var þess fullviss, að hann er máttugur að efna það, sem hann hefur lofað.
Rómverjabréfið 4:20, 21 -
En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum,
Efesusbréfið 3:20 -
Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.
Hebreabréfið 4:16 -
En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.
Hebreabréfið 11:6 -
En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla,
Jakobsbréfið 1:6, 7 -
Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:14 -
Drottinn, á morgnana heyrir þú rödd mína, á morgnana legg ég bæn mína fram fyrir þig, og ég bíð þín.
Sálmarnir 5:3 -
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.
Sálmarnir 63:1 -
Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta
Sálmarnir 119:2 -
En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Matteusarguðspjall 6:6 -
Brimöldur dauðans umkringdu mig, elfur glötunarinnar skelfdu mig, snörur Heljar luktu um mig, möskvar dauðans féllu yfir mig. Í angist minni kallaði ég á Drottin, og til Guðs míns hrópaði ég. Í helgidómi sínum heyrði hann raust mína, óp mitt barst til eyrna honum.
Síðari Samúelsbók 22:5-7 -
Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans.
Sálmarnir 22:24 -
Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig."
Sálmarnir 50:15 -
Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. [Sela]
Sálmarnir 62:8 -
Samt leit hann á neyð þeirra, er hann heyrði kvein þeirra.Hann minntist sáttmála síns við þá og aumkaðist yfir þá sakir sinnar miklu miskunnar
Sálmarnir 106:44, 45 -
Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum.
Sálmarnir 119:10 -
Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!
Jesaja 55:6 -
Enginn ákallar nafn þitt, enginn herðir sig upp til þess að halda fast við þig, því að þú hefir byrgt auglit þitt fyrir oss og gefið oss á vald misgjörðum vorum.
Jesaja 64:7 -
Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,
Jeremía 29:13 -
Á fætur! Kveina um nætur, í byrjun hverrar næturvöku, úthell hjarta þínu eins og vatni frammi fyrir augliti Drottins, fórnaðu höndum til hans fyrir lífi barna þinna, sem hníga magnþrota af hungri á öllum strætamótum.
Harmljóðin 2:19 -
Rannsökum breytni vora og prófum og snúum oss til Drottins.Fórnum hjarta voru og höndum til Guðs í himninum.
Harmljóðin 3:40, 41 -
En snúið yður nú til mín - segir Drottinn - af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini.
Jóel 2:12 -
[En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.]"
Matteusarguðspjall 17:21