Hjónaband og kynlíf


  • Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins. Þá sagði maðurinn: "Þetta er loks bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal karlynja kallast, af því að hún er af karlmanni tekin." Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.
    Fyrsta Mósebók 2:21-24
  • Maðurinn kenndi konu sinnar Evu, og hún varð þunguð og fæddi Kain og mælti: "Sveinbarn hefi ég eignast með hjálp Drottins." ...Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. "Því að nú hefir Guð," kvað hún, "gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann."
    Fyrsta Mósebók 4:1, 25
  • En Drottinn þjáði Faraó og hús hans með miklum plágum vegna Saraí, konu Abrams. Þá kallaði Faraó Abram til sín og mælti: "Hví hefir þú gjört mér þetta? Hví sagðir þú mér ekki, að hún væri kona þín?
    Fyrsta Mósebók 12:17-18
  • Saraí kona Abrams ól honum ekki börn. En hún hafði egypska ambátt, sem hét Hagar. Og Saraí sagði við Abram: "Heyrðu, Drottinn hefir varnað mér barngetnaðar. Gakk því inn til ambáttar minnar, vera má að hún afli mér afkvæmis." Og Abram hlýddi orðum Saraí. Saraí, kona Abrams, tók Hagar hina egypsku, ambátt sína, er Abram hafði búið tíu ár í Kanaanlandi, og gaf manni sínum Abram hana fyrir konu.
    Fyrsta Mósebók 16:1-3
  • Og Drottinn sagði: "Vissulega mun ég aftur koma til þín að ári liðnu í sama mund, og mun þá Sara kona þín hafa eignast son." En Sara heyrði þetta í dyrum tjaldsins, sem var að baki hans. En Abraham og Sara voru gömul og hnigin á efra aldur, svo að kvenlegir eðlishættir voru horfnir frá Söru. Og Sara hló með sjálfri sér og mælti: "Eftir að ég er gömul orðin, skyldi ég þá á munúð hyggja, þar sem bóndi minn er einnig gamall?"
    Fyrsta Mósebók 18:10-12
  • En með því að Ónan vissi, að afkvæmið skyldi eigi verða hans, þá lét hann sæðið spillast á jörðu í hvert sinn er hann gekk inn til konu bróður síns, til þess að hann aflaði eigi bróður sínum afkvæmis. En Drottni mislíkaði það, er hann gjörði, og lét hann einnig deyja.
    Fyrsta Mósebók 38:9-10
  • Þú skalt ekki drýgja hór.
    Önnur Mósebók 20:14
  • Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á."
    Önnur Mósebók 20:17
  • Þú skalt eigi bera blygðan konu föður þíns, það er blygðan föður þíns. ...Þú skalt og eigi hafa holdlegt samræði við konu náunga þíns, svo að þú saurgist af.
    Þriðja Mósebók 18:8, 20
  • Þá er einhver drýgir hór með konu annars manns, drýgir hór með konu náunga síns, þá skal líflátinn verða bæði hórkarlinn og hórkonan. ...Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.
    Þriðja Mósebók 20:10, 13
  • Eigi skulu þeir ganga að eiga skækju eða mey spjallaða, né heldur skulu þeir ganga að eiga konu, er maður hennar hefir rekið frá sér, því að prestur er heilagur fyrir Guði sínum.
    Þriðja Mósebók 21:7
  • Hann skal ganga að eiga konu í meydómi hennar. Ekkju eða konu brott rekna eða mey spjallaða, skækju, eigi skal hann slíkum kvænast, heldur skal hann taka sér fyrir konu mey af þjóð sinni.
    Þriðja Mósebók 21:13-14
  • Þetta eru lögin um afbrýðisemi, þegar gift kona gjörist marglát og saurgar sig eða þegar afbrýðisandi kemur yfir mann og hann verður hræddur um konu sína, þá skal hann leiða konuna fram fyrir Drottin, og prestur skal með hana fara í alla staði eftir lögum þessum.
    Fjórða Mósebók 5:29-30
  • Nú gengur maður að eiga konu, en fær óbeit á henni, er hann hefir samrekkt henni, og ber á hana svívirðilegar sakir og ófrægir hana og segir: "Ég gekk að eiga þessa konu, en er ég kom nærri henni, fann ég ekki meydómsmerki hjá henni," þá skulu foreldrar stúlkunnar taka meydómsmerki hennar og fara með þau til öldunga borgarinnar í borgarhliðið, og faðir stúlkunnar skal segja við öldungana: "Dóttur mína gaf ég þessum manni að eiginkonu, en hann hefir óbeit á henni. Nú ber hann svívirðilegar sakir á hana og segir: ,Ég fann eigi meydómsmerki hjá dóttur þinni.' En hér eru sannanir fyrir meydómi dóttur minnar!" Og þau skulu breiða út rekkjuklæðið í augsýn öldunga borgarinnar.
    Fimmta Mósebók 22:13-17
  • Ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni, en hún finnur síðan ekki náð í augum hans, af því að hann verður var við eitthvað viðbjóðslegt hjá henni, og hann skrifar henni skilnaðarskrá og fær henni í hendur og lætur hana fara burt af heimili sínu,
    Fimmta Mósebók 24:1
  • Davíð huggaði Batsebu, konu sína, og hann gekk inn til hennar og lagðist með henni, og hún ól son. Og hann nefndi hann Salómon. Drottinn elskaði hann
    Síðari Samúelsbók 12:24
  • En Abía efldist, og hann tók sér fjórtán konur og gat tuttugu og tvo sonu og sextán dætur.
    Síðari kroníkubók 13:21
  • Kona þín er sem frjósamur vínviður innst í húsi þínu, synir þínir sem teinungar olíutrésins umhverfis borð þitt.
    Sálmarnir 128:3
  • Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega.
    Orðskviðirnir 5:18-19
  • Svo fer þeim, sem hefir mök við konu náunga síns, enginn sá kemst klakklaust af, sem hana snertir.
    Orðskviðirnir 6:29
  • En sá sem drýgir hór með giftri konu, er vitstola, sá einn gjörir slíkt, er tortíma vill sjálfum sér.
    Orðskviðirnir 6:32
  • Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni.
    Orðskviðirnir 18:22
  • Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Drottni.
    Orðskviðirnir 19:14
  • Betri er vist í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.
    Orðskviðirnir 21:9
  • Njót þú lífsins með þeirri konu, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefir gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga, því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú fær fyrir strit þitt, sem þú streitist við undir sólinni.
    Prédikarinn 9:9
  • Hann kyssi mig kossi munns síns, því að ást þín er betri en vín.
    Ljóðaljóðin 1:2
  • Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig!
    Ljóðaljóðin 2:6
  • Brjóst þín eru eins og tveir rádýrskálfar, skóggeitar-tvíburar, sem eru á beit meðal liljanna. ...Þú hefir rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, þú hefir rænt hjarta mínu með einu augnatilliti þínu, með einni festi af hálsskarti þínu. Hversu ljúf er ást þín, systir mín, brúður, hversu miklu dýrmætari er ást þín en vín og angan smyrsla þinna heldur en öll ilmföng.
    Ljóðaljóðin 4:5, 9, 10
  • Fagna, þú óbyrja, sem ekki hefir fætt! Hef upp gleðisöng, lát við kveða fagnaðaróp, þú sem eigi hefir haft fæðingarhríðir! Því að börn hinnar yfirgefnu munu fleiri verða en giftu konunnar, - segir Drottinn.
    Jesaja 54:1
  • Hverfið aftur, þér fráhorfnu synir - segir Drottinn -, því að ég er herra yðar. Og ég vil taka yður, einn úr hverri borg og tvo af hverjum kynstofni, og flytja yður til Síonar,
    Jeremía 3:14
  • Svo segir Drottinn Guð: Af því að fúllífi þitt varð svo óstjórnlegt og blygðan þín var ber gjörð við saurlifnað þinn frammi fyrir friðlum þínum og frammi fyrir öllum hinum andstyggilegu skurðgoðum þínum og vegna blóðs barna þinna, er þú blótaðir þeim, - fyrir því skal ég saman safna öllum friðlum þínum, þeim er þú varst geðþekk, og það öllum þeim, er þú elskaðir, ásamt öllum þeim, er þér geðjast ekki að. Þeim skal ég safna saman að þér úr öllum áttum og bera gjöra blygðan þína frammi fyrir þeim, svo að þeir sjái blygðan þína eins og hún er.
    Esekíel 16:36-37
  • Þá er Drottinn hóf að tala við Hósea, sagði hann við Hósea: "Far og tak þér hórkonu og eignast hórbörn, því að landið drýgir hór og hefir snúist frá Drottni."
    Hósea 1:2
  • Deilið á móður yðar, deilið á hana, því að hún er eigi mín kona og ég er ekki maður hennar, svo að hún fjarlægi hórdóm sinn frá andliti sínu og hjúskaparbrot sín frá brjóstum sínum.
    Hósea 2:2
  • Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.' En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.
    Matteusarguðspjall 5:31-32
  • og sagði: ,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.' Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."
    Matteusarguðspjall 19:5-6
  • Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.
    Matteusarguðspjall 19:29
  • "Meistari, Móse segir: ,Deyi maður barnlaus, þá skal bróðir hans ganga að eiga konu bróður síns og vekja honum niðja.' ... Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.
    Matteusarguðspjall 22:24, 30
  • Þeir sögðu: "Móse leyfði að ,rita skilnaðarbréf og skilja við hana.'" Jesús mælti þá til þeirra: "Vegna harðúðar hjartna yðar ritaði hann yður þetta boðorð, en frá upphafi sköpunar ,gjörði Guð þau karl og konu. Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.' Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."
    Markúsarguðspjall 10:4-9
  • Og ef kona skilur við mann sinn og giftist öðrum, drýgir hún hór."
    Markúsarguðspjall 10:12
  • Og þar var Anna spákona Fanúelsdóttir af ætt Assers, kona háöldruð. Hafði hún lifað sjö ár með manni sínum frá því hún var mær
    Lúkasarguðspjall 2:36
  • "Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé boðið,
    Lúkasarguðspjall 14:8
  • Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum.
    Lúkasarguðspjall 17:27
  • Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: "Enginn, herra." Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]
    Jóhannesarguðspjall 8:10-11
  • Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn. Því mun hún hórkona teljast, ef hún, að manninum lifandi, verður annars manns. En deyi maðurinn er hún laus undan lögmálinu, svo að hún er ekki hórkona, þótt hún verði annars manns.
    Rómverjabréfið 7:2, 3
  • Það er mér sagt að saurlifnaður eigi sér stað á meðal yðar, og það slíkur saurlifnaður, sem jafnvel gerist ekki meðal heiðingja, að maður heldur við konu föður síns. Og svo eruð þér stærilátir, í stað þess að hryggjast og gjöra gangskör að því, að manninum, sem þetta hefur drýgt, yrði útrýmt úr félagi yðar!
    Fyrra Korintubréf 5:1, 2
  • Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.
    Fyrra Korintubréf 6:9-10
  • Maturinn er fyrir magann og maginn fyrir matinn, en Guð mun hvort tveggja að engu gjöra. En líkaminn er ekki fyrir saurlífi, heldur fyrir Drottin og Drottinn fyrir líkamann. Guð hefur uppvakið Drottin og mun uppvekja oss fyrir kraft sinn.
    Fyrra Korintubréf 6:13, 14
  • Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama. Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar.
    Fyrra Korintubréf 6:18-20
  • En svo að ég minnist á það, sem þér hafið ritað um, þá er það gott fyrir mann að snerta ekki konu. En vegna saurlifnaðarins hafi hver og einn sína eiginkonu og hver og ein hafi sinn eiginmann.
    Fyrra Korintubréf 7:1, 2
  • Maðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart manninum. Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama, heldur maðurinn. Sömuleiðis hefur og maðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama, heldur konan. Haldið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, til þess að þér getið haft næði til bænahalds, og takið svo saman aftur, til þess að Satan freisti yðar ekki vegna ístöðuleysis yðar.
    Fyrra Korintubréf 7:3-5
  • Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd. Þeim, sem gengið hafa í hjónaband, býð ég, þó ekki ég, heldur Drottinn, að konan skuli ekki skilja við mann sinn, - en hafi hún skilið við hann, þá sé hún áfram ógift eða sættist við manninn -, og að maðurinn skuli ekki heldur skilja við konuna.
    Fyrra Korintubréf 7:8-11
  • Því að vantrúaði maðurinn er helgaður í konunni og vantrúaða konan er helguð í bróðurnum. Annars væru börn yðar óhrein, en nú eru þau heilög.
    Fyrra Korintubréf 7:14
  • En ég vil, að þér séuð áhyggjulausir. Hinn ókvænti ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, hversu hann megi Drottni þóknast. En hinn kvænti ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hann megi þóknast konunni, og er tvískiptur. Hin ógifta kona og mærin ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, til þess að hún megi vera heilög, bæði að líkama og anda. En hin gifta kona ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hún megi þóknast manninum.
    Fyrra Korintubréf 7:32-34
  • Konan er bundin, meðan maður hennar er á lífi. En ef maðurinn deyr, er henni frjálst að giftast hverjum sem hún vill, aðeins að það sé í Drottni.
    Fyrra Korintubréf 7:39
  • Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki.
    Galatians 5:19-21
  • En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum.
    Efesusbréfið 5:3
  • Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans. "Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.
    Efesusbréfið 5:22-33
  • Deyðið því hið jarðneska í fari yðar: Hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd, sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun.
    Kólussubréfið 3:5
  • Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi, að sérhver yðar hafi vit á að halda líkama sínum í helgun og heiðri, en ekki í losta, eins og heiðingjarnir, er ekki þekkja Guð.
    Fyrra Þessaloníkubréf 4:3-5
  • frillulífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.
    Fyrra Tímóteusarbréf 1:10
  • Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. ...Djáknar séu einkvæntir, og hafi góða stjórn á börnum sínum og heimilum.
    Fyrra Tímóteusarbréf 3:2, 12
  • Öldungur á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, á að eiga trúuð börn, sem eigi eru sökuð um gjálífi eða óhlýðni.
    Títusarbréf 1:6
  • Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð, því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma.
    Hebreabréfið 13:4
  • Og þér eiginmenn, búið með skynsemi saman við konur yðar sem veikari ker og veitið þeim virðingu, því að þær munu erfa með yður náðina og lífið. Þá hindrast bænir yðar ekki.
    1 Peter 3:7
  • En það hef ég á móti þér, að þú líður Jessabel, konuna, sem segir sjálfa sig vera spákonu og kennir þjónum mínum og afvegaleiðir þá til að drýgja hór og eta kjöt helgað skurðgoðum.
    Opinberunarbókin 2:20
  • Og eigi gjörðu þeir iðrun né létu af manndrápum sínum og töfrum, frillulífi sínu og þjófnaði.
    Opinberunarbókin 9:21
  • Sannir og réttlátir eru dómar hans. Hann hefur dæmt skækjuna miklu, sem jörðunni spillti með saurlifnaði sínum, og hann hefur látið hana sæta hefnd fyrir blóð þjóna sinna."
    Opinberunarbókin 19:2