Krafa um landið


 • Tak þig nú upp og far þú um landið þvert og endilangt, því að þér mun ég gefa það."
  Fyrsta Mósebók 13:17
 • Landið skal eigi selt fyrir fullt og allt, því að landið er mín eign, því að þér eruð dvalarmenn og hjábýlingar hjá mér.
  Þriðja Mósebók 25:23
 • Hver sá staður, er þér stígið fæti á, skal verða yðar eign.
  Fimmta Mósebók 11:24
 • Hann leiddi mig út á víðlendi, hann frelsaði mig, af því að hann hafði þóknun á mér.
  Síðari Samúelsbók 22:20
 • Bið þú mig, og ég mun gefa þér þjóðirnar að erfð og endimörk jarðar að óðali.
  Sálmarnir 2:8
 • Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann bjargaði þeim úr angist þeirraog leiddi þá um slétta leið, svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
  Sálmarnir 107:6, 7
 • og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: "Hér er vegurinn! Farið hann!"
  Jesaja 30:21
 • Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
  Matteusarguðspjall 7:7
 • Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá.
  Hebreabréfið 11:8
 • Og sjá, ég er með þér og varðveiti þig, hvert sem þú fer, og ég mun aftur flytja þig til þessa lands, því að ekki mun ég yfirgefa þig fyrr en ég hefi gjört það, sem ég hefi þér heitið."
  Fyrsta Mósebók 28:15
 • Sjá, ég sendi engil á undan þér til að varðveita þig á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hefi fyrirbúið.
  Önnur Mósebók 23:20
 • Far nú og leið fólkið þangað, sem ég hefi sagt þér, sjá, engill minn skal fara fyrir þér. En þegar minn vitjunartími kemur, skal ég vitja synda þeirra á þeim."
  Önnur Mósebók 32:34
 • Drottinn sagði: "Auglit mitt mun fara með og búa þér hvíld."
  Önnur Mósebók 33:14
 • Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.
  Fimmta Mósebók 28:6
 • þá fóru þeir frá einni þjóð til annarrar og frá einu konungsríki til annars lýðs.Hann leið engum að kúga þá og hegndi konungum þeirra vegna."Snertið eigi við mínum smurðu og gjörið eigi spámönnum mínum mein."
  Sálmarnir 105:13-15
 • Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra.Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar.Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust, og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.
  Sálmarnir 107:28-30
 • Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
  Sálmarnir 121:8
 • Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf,einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.
  Sálmarnir 139:9, 10
 • Ég mun ganga á undan þér og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar.Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Drottinn, sem kalla þig með nafni þínu, ég Ísraels Guð.
  Jesaja 45:2, 3
 • Fyrir því skalt þú segja: Svo segir Drottinn Guð: Já, ég hefi rekið þá langt burt til heiðinna þjóða og dreift þeim út um löndin, og ég varð þeim skamma hríð að helgidómi í löndum þeim, sem þeir eru komnir til.
  Esekíel 11:16