Hvíld og frí


  • Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.
    Sálmarnir 3:5
  • Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.
    Sálmarnir 4:8
  • Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,
    Sálmarnir 91:5
  • Svo gefur hann ástvinum sínum í svefni!
    Sálmarnir 127:2
  • Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.
    Orðskviðirnir 3:24
  • Sætur er svefninn þeim sem erfiðar, hvort sem hann etur lítið eða mikið, en offylli hins auðuga lætur hann eigi hafa frið til að sofa.
    Ecclesiastes 5:12
  • þeir ganga inn til friðar. Þeir, sem ganga beina braut, munu hvíla í legurúmum sínum.
    Jesaja 57:2
  • "Lofaður sé Drottinn, sem veitt hefir hvíld lýð sínum Ísrael, eins og hann hefir heitið. Ekkert af öllum hans dýrlegu fyrirheitum, sem hann gaf fyrir þjón sinn Móse, hefir brugðist.
    1 Kings 8:56
  • Og þú munt vera öruggur, því að enn er von, og skyggnist þú um, getur þú lagst óhultur til hvíldar.
    Jobsbók 11:18
  • þeir ganga inn til friðar. Þeir, sem ganga beina braut, munu hvíla í legurúmum sínum.
    Jesaja 57:2
  • Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.
    Jesaja 58:13:14
  • Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.
    Fyrra Korintubréf 10:31
  • Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs.Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
    Hebreabréfið 4:9, 10