Friður


  • Og þau séu ljós á festingu himinsins til að lýsa jörðina." Og það varð svo.
    Fyrsta Mósebók 15:15
  • Drottinn veitir lýð sínum styrkleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.
    Sálmarnir 29:11
  • forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann.
    Sálmarnir 34:14
  • En hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu.
    Sálmarnir 37:11
  • Gef gætur að hinum ráðvanda og lít á hinn hreinskilna, því að friðsamir menn eiga framtíð fyrir höndum,
    Sálmarnir 37:37
  • Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt.
    Sálmarnir 119:165
  • Þótt ég tali friðlega, vilja þeir ófrið.
    Sálmarnir 120:7
  • Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann.
    Orðskviðirnir 16:7
  • að elska hefir sinn tíma og að hata hefir sinn tíma, ófriður hefir sinn tíma, og friður hefir sinn tíma.
    Prédikarinn 3:8
  • Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
    Jesaja 9:6
  • og hefir stöðugt hugarfar. Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.
    Jesaja 26:3
  • Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður, og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.
    Jesaja 32:17
  • Allir synir þínir eru lærisveinar Drottins og njóta mikils friðar.
    Jesaja 54:13
  • Já, með gleði skuluð þér út fara, og í friði burt leiddir verða. Fjöll og hálsar skulu hefja upp fagnaðarsöng fyrir yður, og öll tré merkurinnar klappa lof í lófa.
    Jesaja 55:12
  • Hinum óguðlegu, segir Guð minn, er enginn friður búinn.
    Jesaja 57:21
  • Veg friðarins þekkja þeir ekki, og ekkert réttlæti er á þeirra stigum. Þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja.
    Jesaja 59:8
  • Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar minnar með hægu móti, segjandi: "Heill, heill!" þar sem engin heill er.
    Jeremía 6:14
  • Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
    Jeremía 29:11
  • Sjá, ég legg við hana umbúðir og græðslulyf og lækna þá og opna þeim gnægð stöðugrar hamingju,
    Jeremía 33:6
  • Angist kemur, og þeir munu hjálpar leita, en enga fá.
    Esekíel 7:25
  • spámenn Ísraels, sem spá fyrir Jerúsalem og þykjast sjá heillasýnir henni til handa, þar sem þó engin heill er - segir Drottinn Guð.
    Esekíel 13:16
  • Vélræðum mun hann til vegar koma með hendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun, er þeir eiga sér einskis ills von. Já, hann mun rísa gegn höfðingja höfðingjanna, en þó sundur mulinn verða án manna tilverknaðar.
    Daniel 8:25
  • Að óvörum mun hann brjótast inn í frjósömustu sveitir landsins og gjöra það, sem hvorki feður hans né forfeður hafa gjört: Herfangi, rændu fé og auðæfum mun hann úthluta þeim ríkulega, og gegn virkjum mun hann hafa ráðagjörðir með höndum. Þó mun það aðeins verða um hríð.
    Daniel 11:24
  • Sjá á fjöllunum fætur fagnaðarboðans, þess er friðinn kunngjörir. Hald hátíðir þínar, Júda, gjald heit þín, því að eyðandinn skal ekki framar um hjá þér fara - hann er með öllu afmáður.
    Nahum 1:15
  • Sáttmáli minn var við hann, líf og hamingju veitti ég honum, lotningarfullan ótta, svo að hann óttaðist mig og bæri mikla lotningu fyrir nafni mínu.
    Malakí 2:5
  • Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
    Matteusarguðspjall 5:9
  • og sé það verðugt, skal friður yðar koma yfir það, en sé það ekki verðugt, skal friður yðar aftur hverfa til yðar.
    Matteusarguðspjall 10:13
  • Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.
    Matteusarguðspjall 10:34
  • And he arose, and rebuked the wind, and said unto the sea, Peace, be still. And the wind ceased, and there was a great calm.
    Markúsarguðspjall 4:39
  • Jesús sagði við hana: "Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði, og ver heil meina þinna."
    Markúsarguðspjall 5:34
  • Saltið er gott, en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli."
    Markúsarguðspjall 9:50
  • og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg.
    Lúkasarguðspjall 1:79
  • Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.
    Lúkasarguðspjall 2:14
  • En hann sagði við konuna: "Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði."
    Lúkasarguðspjall 7:50
  • Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: ,Friður sé með þessu húsi.'
    Lúkasarguðspjall 10:5
  • Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti.
    Lúkasarguðspjall 14:32
  • og segja: "Blessaður sé sá sem kemur, konungurinn, í nafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum!"
    Lúkasarguðspjall 19:38
  • Nú voru þeir að tala um þetta, og þá stendur hann sjálfur meðal þeirra og segir við þá: "Friður sé með yður!"
    Lúkasarguðspjall 24:36
  • Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
    Jóhannesarguðspjall 14:27
  • Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn."
    Jóhannesarguðspjall 16:33
  • Ég heilsa öllum Guðs elskuðu í Róm, sem heilagir eru samkvæmt köllun. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
    Rómverjabréfið 1:7
  • Tortíming og eymd er í slóð þeirra, og veg friðarins þekkja þeir ekki. Fyrir augum þeirra er enginn guðsótti.
    Rómverjabréfið 3:16-18
  • Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.
    Rómverjabréfið 5:1
  • Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.
    Rómverjabréfið 8:6
  • Og hver getur prédikað, nema hann sé sendur? Svo er og ritað: "Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu."
    Rómverjabréfið 10:15
  • Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.
    Rómverjabréfið 12:18
  • Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
    Rómverjabréfið 14:17
  • Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.
    Rómverjabréfið 14:19
  • Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.
    Rómverjabréfið 15:13
  • Guð friðarins sé með yður öllum. Amen.
    Rómverjabréfið 15:33
  • Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
    Fyrra Korintubréf 1:3
  • En ef hinn vantrúaði vill skilja, þá fái hann skilnað. Hvorki bróðir né systir eru þrælbundin í slíkum efnum. Guð hefur kallað yður að lifa í friði.
    Fyrra Korintubréf 7:15
  • því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins. Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu
    Fyrra Korintubréf 14:33
  • Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Verið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með yður.
    IFyrra Korintubréf 13:11
  • Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi,
    Galatians 1:3
  • Og yfir öllum þeim, sem þessari reglu fylgja, sé friður og miskunn, og yfir Ísrael Guðs.
    Galatians 6:16
  • En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,
    Galatians 5:22
  • Því að hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður vegginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra. Með líkama sínum afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum.
    Efesusbréfið 2:14, 15
  • Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins.
    Efesusbréfið 4:3
  • og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.
    Efesusbréfið 6:15
  • Þetta, sem þér hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín, það skuluð þér gjöra. Og Guð friðarins mun vera með yður.
    Filippíbréfið 4:9
  • og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi.
    Kólussubréfið 1:20
  • Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verðið þakklátir.
    Kólussubréfið 3:15
  • En þér, bræður, eruð ekki í myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur.
    Fyrra Þessaloníkubréf 5:4
  • Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
    IFyrra Tímóteusarbréf 2:22
  • Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.
    Hebreabréfið 12:14
  • En Guð friðarins, er leiddi hinn mikla hirði sauðanna, Drottin vorn Jesú, upp frá dauðum með blóði eilífs sáttmála,
    Hebreabréfið 13:20
  • En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, er frið semja.
    James 3:18
  • Hann sneiði hjá illu og gjöri gott, ástundi frið og keppi eftir honum.
    1 Peter 3:11
  • Og út gekk annar hestur, rauður, og þeim sem á honum sat var gefið vald að taka burt friðinn af jörðunni, svo að menn brytjuðu hverjir aðra niður. Og honum var fengið sverð mikið.
    Opinberunarbókin 6:4