Niðurstöður lofa


  • Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.
    Nehemíabók 8:10
  • Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig, og þann sem breytir grandvarlega, vil ég láta sjá hjálpræði Guðs."
    Sálmarnir 50:23
  • Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns, Drottinn.
    Sálmarnir 89:15
  • Og þaðan skal hljóma þakkargjörð og gleðihljóð, og ég læt þeim fjölga og eigi fækka, og ég gjöri þá vegsamlega, svo að þeir séu ekki lengur lítilsvirtir.
    Jeremía 30:19
  • Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.
    Postulasagan 2:47
  • Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.
    Filippíbréfið 4:6
  • Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.
    Matteusarguðspjall 5:10-12
  • Sælir eruð þér, þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins.Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni, og á sama veg fóru feður þeirra með spámennina.
    Lúkasarguðspjall 6:22, 23
  • Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn."
    Jóhannesarguðspjall 16:33
  • Þeir fóru burt frá ráðinu, glaðir yfir því, að þeir höfðu verið virtir þess að þola háðung vegna nafns Jesú.
    Postulasagan 5:41
  • Hver ert þú, maður, að þú skulir deila á Guð? Hvort mundi smíðisgripurinn segja við smiðinn: "Hví gjörðir þú mig svona?"
    Rómverjabréfið 9:20
  • hryggir, en þó ávallt glaðir, fátækir, en auðgum þó marga, öreigar, en eigum þó allt.
    Síðara Korintubréf 6:10
  • Ekki segi ég þetta vegna þess, að ég hafi liðið skort, því að ég hef lært að láta mér nægja það, sem fyrir hendi er.
    Filippíbréfið4:11
  • Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.
    Fyrra Þessaloníkubréf 5:18
  • Þér þjáðust með bandingjum, og tókuð því með gleði, er þér voruð rændir eignum yðar, því að þér vissuð, að þér áttuð sjálfir betri eign og varanlega.
    Hebreabréfið 10:34
  • Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði,
    Fyrra Pétursbréf 1:8
  • En þótt þér skylduð líða illt fyrir réttlætis sakir, þá eruð þér sælir. Hræðist eigi og skelfist eigi fyrir neinum.
    Fyrra Pétursbréf 3:14
  • Gleðjist heldur er þér takið þátt í píslum Krists, til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans. En ef hann líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni.
    Fyrra Pétursbréf 4:13, 16
  • Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hjartahreinir!
    Sálmarnir 32:11
  • Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur.
    Sálmarnir 33:1
  • Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.
    Sálmarnir 34:1
  • Og tunga mín skal boða réttlæti þitt, lofstír þinn liðlangan daginn.
    Sálmarnir 35:28
  • Lofaður sé Drottinn, er ber oss dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. [Sela]
    Sálmarnir 68:19
  • Munnur minn er fullur af lofstír þínum, af dýrð þinni daginn allan.
    Sálmarnir 71:8
  • Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur
    Sálmarnir 92:1, 2
  • Gangið inn um hlið hans með lofsöng, í forgarða hans með sálmum, lofið hann, vegsamið nafn hans.
    Sálmarnir 100:4
  • Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
    Sálmarnir 103:1, 2
  • Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn,
    Sálmarnir 107:8
  • og færa þakkarfórnir og kunngjöra verk hans með fögnuði.
    Sálmarnir 107:22
  • Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað.
    Sálmarnir 113:3
  • Fórnum hjarta voru og höndum til Guðs í himninum.
    Harmljóðin 3:41
  • En ég vil færa þér fórnir með lofgjörðarsöng. Ég vil greiða það er ég hefi heitið. Hjálpin kemur frá Drottni.
    JONAH 2:9
  • og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar,og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.
    Efesusbréfið 5:19, 20
  • Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.
    Fyrra Þessaloníkubréf 5:18
  • Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.
    Hebreabréfið 13:15
  • "Lofsyngið Guði vorum, allir þér þjónar hans, þér sem hann óttist, smáir og stórir."
    Opinberunarbókin 19:5