Treysta eingöngu á Drottin


  • Þá sagði Móse við lýðinn: "Óttist ekki. Standið stöðugir, og munuð þér sjá hjálpræði Drottins, er hann í dag mun láta fram við yður koma, því að eins og þér sjáið Egyptana í dag, munuð þér aldrei nokkurn tíma framar sjá þá.Drottinn mun berjast fyrir yður, en þér skuluð vera kyrrir."
    Önnur Mósebók 14:13, 14
  • Þegar þú fer í hernað við óvini þína og þú sér hesta og vagna og liðfleiri her en þú ert, þá skalt þú ekki óttast þá, því að Drottinn Guð þinn er með þér, hann sem leiddi þig burt af Egyptalandi.
    Fimmta Mósebók 20:1
  • Og Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast."
    Fimmta Mósebók 31:8
  • Einn yðar elti þúsund, því að Drottinn Guð yðar barðist sjálfur fyrir yður, eins og hann hefir heitið yður.
    Jósúabók 23:10
  • Fætur sinna guðhræddu varðveitir hann, en hinir guðlausu farast í myrkri, því að fyrir eigin mátt sigrar enginn.
    Fyrri Samúelsbók 2:9
  • "Kom þú, við skulum fara yfir til varðflokks þessara óumskornu manna. Vera má, að Drottinn framkvæmi eitthvað oss í hag, því að ekkert getur tálmað Drottni að veita sigur, hvort heldur er með mörgum eða fáum."
    Fyrri Samúelsbók 14:6
  • og til þess að allur þessi mannsafnaður komist að raun um, að Drottinn veitir ekki sigur með sverði og spjóti, því að bardaginn er Drottins, og hann mun gefa yður í vorar hendur."
    Fyrri Samúelsbók 17:47
  • "Verið hughraustir og öruggir, óttist eigi né hræðist Assýríukonung og allan þann manngrúa, sem með honum er, því að sá er meiri, sem með oss er, en með honum.Því að hann styður mannlegur máttur, en með oss er Drottinn, Guð vor, til þess að hjálpa oss og heyja orustur vorar." Og lýðurinn treysti á orð Hiskía Júdakonungs.
    Síðari kroníkubók 32:7, 8
  • Skref mín fylgdu sporum þínum, mér skriðnaði ekki fótur.
    Sálmarnir 17:5
  • Lát mig ná rétti mínum, Drottinn, því að ég geng fram í grandvarleik og þér treysti ég óbifanlega.
    Sálmarnir 26:1
  • Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt.
    Sálmarnir 60:11
  • Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.
    Sálmarnir 62:5
  • Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu. Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon.
    Sálmarnir 84:5, 7
  • Hann óttast eigi ill tíðindi, hjarta hans er stöðugt og treystir Drottni.Hjarta hans er öruggt, hann óttast eigi, og loks fær hann að horfa á fjendur sína auðmýkta.
    Sálmarnir 112:7, 8
  • Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum,
    Sálmarnir 118:8
  • Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags, því að þér treysti ég. Gjör mér kunnan þann veg, er ég á að ganga, því að til þín hef ég sál mína.
    Sálmarnir 143:8
  • Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
    Orðskviðirnir 3:5, 6
  • Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. En þér vilduð það ekki
    Jesaja 30:15
  • Þá tók hann til máls og sagði við mig: "Þetta eru orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! - segir Drottinn allsherjar.
    Sakaría 4:6
  • Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
    Jóhannesarguðspjall 15:5
  • því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.
    Fyrsta Jóhannesarbréf 5:4