Fyrirgefningu og biturleika


  • Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.
    Matteusarguðspjall 6:14, 15
  • Þá sagði Jesús: "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." -
    Lúkasarguðspjall 23:34
  • Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]
    Jóhannesarguðspjall 8:11
  • Ég, ég einn afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna.
    Jesaja 43:25
  • Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
    Matteusarguðspjall 5:7
  • Því að ég mun vera vægur við misgjörðir þeirra og ég mun ekki framar minnast synda þeirra.
    Hebreabréfið 8:12
  • Þá gekk Pétur til hans og spurði: "Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?"Jesús svaraði: "Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.
    Matteusarguðspjall 18:21, 22
  • Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
    Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9
  • Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.
    Sálmarnir 103:12
  • Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.
    Þriðja Mósebók 19:18
  • Gagnvart ástríkum ert þú ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur,
    Sálmarnir 18:25
  • Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig.
    Sálmarnir 86:5
  • Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns,þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.
    Orðskviðirnir 3:3, 4
  • Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum."
    Matteusarguðspjall 18:35
  • Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar.
    Markúsarguðspjall 11:25
  • Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða.
    Lúkasarguðspjall 6:37
  • Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.
    Efesusbréfið 4:32
  • Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.
    Kólussubréfið 3:13
  • Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af.
    Hebreabréfið 12:15