Framboð
- Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.
Fyrra Tímóteusarbréf 6:10 -
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Matteusarguðspjall 6:33 -
Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: "Í hverju höfum vér prettað þig?" Í tíund og fórnargjöfum.Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig, öll þjóðin.Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt - segir Drottinn allsherjar -, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.
Malakí 3:8-10 -
En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar.
Filippíbréfið 4:19 -
Ungur var ég og gamall er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn né niðja hans biðja sér matar.
Sálmarnir 37:25 -
Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um.
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:14, 15 -
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Sálmarnir 23:1 -
Ung ljón eiga við skort að búa og svelta, en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis.
Sálmarnir 34:10 -
Lofaður sé Drottinn, er ber oss dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. [Sela]
Sálmarnir 68:19 -
Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, opna munn þinn, að ég megi seðja þig.
Sálmarnir 81:10 -
Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.
Sálmarnir 84:11 -
Allra augu vona á þig, og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.
Sálmarnir 145:15, 16 -
Hinn réttláti etur nægju sína, en kviður óguðlegra líður skort.
Orðskviðirnir 13:25 -
Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir, þá skuluð þér njóta landsins gæða,
Jesaja1:19 -
Og ég mun gjöra þá og landið umhverfis hæð mína að blessun, og ég mun láta steypiregnið niður falla á sínum tíma, það skulu verða blessunarskúrir.
Esekíel 34:26 -
Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.
Matteusarguðspjall 6:8 -
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.
Matteusarguðspjall7:7, 8 -
Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?
Matteusarguðspjall 7:11 -
Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið."
Matteusarguðspjall 21:22 -
Og hann sagði við þá: "Þegar ég sendi yður út án pyngju og mals og skólausa, brast yður þá nokkuð?" Þeir svöruðu: "Nei, ekkert."
Lúkasarguðspjall 22:35 -
Þannig hefur Drottinn einnig fyrirskipað að þeir, sem prédika fagnaðarerindið, skuli lifa af fagnaðarerindinu.
Fyrra Korintubréf 9:14 -
Og hvað sem vér biðjum um fáum vér hjá honum, af því að vér höldum boðorð hans og gjörum það, sem honum er þóknanlegt.
Jóhannesarguðspjall 3:22