Frelsi frá ótta


 • Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast?Því að hann geymir mig í skjóli á óheilladeginum, hann felur mig í fylgsnum tjalds síns, lyftir mér upp á klett. -
  Sálmarnir27:1, 5
 • Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.-
  Sálmarnir 34:4
 • En sá sem á mig hlýðir, mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða. -
  Orðskviðirnir 1:33
 • Segið hinum ístöðulausu: "Verið hughraustir, óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði! Hann kemur sjálfur og frelsar yður."-
  Jesaja35:4
 • Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.-
  Jesaja 41:10
 • En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: "Abba, faðir!"-
  Rómverjabréfið8:15
 • Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.-
  Síðara Tímóteusarbréf 1:7
 • Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]-
  Sálmarnir 46:1-3
 • Þegar ég er hræddur, treysti ég þér.Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans, Guði treysti ég, ég óttast eigi. Hvað getur hold gjört mér?-
  Sálmarnir 56:3, 4
 • Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.-
  Sálmarnir 91:5, 6
 • Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.-
  Orðskviðirnir 3:24
 • Þú skalt ekki óttast þá, því að ég er með þér til þess að frelsa þig! - segir Drottinn.-
  Jeremía 1:8
 • Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.-
  Fyrsta Jóhannesarbréf 4:18
 • Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: "Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."Því getum vér öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?-
  Hebreabréfið13:5, 6
 • Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.-
  Jóhannesarguðspjall 14:27
 • Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt, til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn,og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.-
  Hebreabréfið 2:14, 15