Andlegur vöxtur
-
En hann veit, hvernig breytni mín hefir verið, ef hann prófaði mig, mundi ég reynast sem gull.
Jobsbók 23:10 -
því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.
Orðskviðirnir 3:12 -
Mistækist kerið, sem hann var að búa til, þá bjó hann aftur til úr því annað ker, eins og leirkerasmiðinum leist að gjöra.
Jeremía 18:4 -
Mun kjarkur þinn standast og hendur þínar haldast styrkar, þegar þeir dagarnir koma, er ég tek þig fyrir? Ég, Drottinn, tala það og mun framkvæma það.
Esekíel 22:14 -
Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi.
Matteusarguðspjall 7:24 -
Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi, því þá springa belgirnir, og vínið fer niður, en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi, og varðveitist þá hvort tveggja."
Matteusarguðspjall 9:17 -
Hver sem mikið er gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.
Lúkasarguðspjall 12:48 -
Símon, Símon, Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti.En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við."
Lúkasarguðspjall 22:31, 32 -
Hann á að vaxa, en ég að minnka.
Jóhannesarguðspjall 3:30 -
Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr, verður það áfram eitt. En ef það deyr, ber það mikinn ávöxt.
Jóhannesarguðspjall 12:24 -
Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.
Jóhannesarguðspjall 15:2 -
Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.
Jóhannesarguðspjall 15:4 -
Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.
Rómverjabréfið 6:13 -
Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Rómverjabréfið 12:1, 2 -
Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður.Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.
Síðara Korintubréf 4:16, 17 -
Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.
Fyrra Korintubréf10:13 -
Þótt vér lifum jarðnesku lífi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, -því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.
Síðara Korintubréf 10:3, 4 -
Og hann hefur svarað mér: "Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika." Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur, þá er ég máttugur.
Síðara Korintubréf 12:9, 10 -
Og ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.
Filippíbréfið 1:6 -
Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta.
Fyrra Tímóteusarbréf 6:12 -
Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú.
Síðara Tímóteusarbréf 2:3 -
Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir.Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði,
Jakobsbréfið 1:2, 3 -
Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður.
Jakobsbréfið 4:7 -
Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum.Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.
Fyrra Pétursbréf 1:6, 7 -
Þér elskaðir, látið yður eigi undra eldraunina, sem yfir yður er komin yður til reynslu, eins og yður hendi eitthvað kynlegt.Gleðjist heldur er þér takið þátt í píslum Krists, til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans.
Fyrra Pétursbréf 4:12, 13 - Gangan í newness lífsins / Walking In The Newness Of Life
-
Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni.
Sálmarnir 40:3 -
Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.
Esekíel 36:26 -
Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.
Rómverjabréfið 6:4 -
Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.
Síðara Korintubréf 5:17 -
en endurnýjast í anda og hugsun ogíklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.
Efesusbréfið 4:23, 24 -
Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það.En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að Markúsarguðspjall inu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.
Filippíbréfið 3:13, 14