Dirfsku og sannfæringu


 • þá mun ég tala um reglur þínar frammi fyrir konungum, og eigi skammast mín,
  Sálmarnir 119:46
 • Ótti við menn leiðir í snöru, en þeim er borgið, sem treystir Drottni.
  Orðskviðirnir 29:25
 • Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!"
  Jesaja 40:9
 • Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum.
  Jesaja 50:4
 • "Ég er enn svo ungur!" heldur skalt þú fara til allra, sem ég sendi þig til, og tala allt það, er ég býð þér.
  Jeremía 1:7
 • ég gjöri enni þitt sem demant, harðara en klett. Þú skalt eigi óttast þá, né skelfast fyrir augliti þeirra, því að þeir eru þverúðug kynslóð."
  Esekíel 3:9
 • Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
  Matteusarguðspjall 5:14, 15
 • Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
  Matteusarguðspjall 5:16
 • En þann sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari ótrúu, syndugu kynslóð, mun Mannssonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð föður síns með heilögum englum."
  Markúsarguðspjall 8:38
 • En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endiMarkúsarguðspjall a jarðarinnar."
  Postulasagan 1:8
 • Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.
  Postulasagan 4:13
 • "Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
  Postulasagan 5:29
 • Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum.
  Rómverjabréfið 1:16
 • Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.
  Efesusbréfið 6:19, 20
 • En Guð hefur talið oss maklega þess að trúa oss fyrir fagnaðarerindinu. Því er það, að vér tölum ekki eins og þeir, er þóknast vilja mönnum, heldur Guði, sem rannsakar hjörtu vor.
  Fyrra Þessaloníkubréf 2:4
 • Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn, né fyrir mig, bandingja hans, heldur skalt þú með mér illt þola vegna fagnaðarerindisins, svo sem Guð gefur máttinn til.
  Síðara Tímóteusarbréf 1:8
 • Tala þú þetta og áminn og vanda um með allri röggsemi. Lát engan lítilsvirða þig.
  Títusarbréf 2:15
 • Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðamönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.
  Fyrra Pétursbréf 2:12