Visku og ákvarðanatöku
-
Drottinn, leið mig eftir réttlæti þínu sakir óvina minna, gjör sléttan veg þinn fyrir mér.
Sálmarnir 5:8 -
Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína.Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.
Sálmarnir 25:4, 5 -
Hann lætur hina hrjáðu ganga eftir réttlætinu og kennir hinum þjökuðu veg sinn.
Sálmarnir 25:9 -
Vísa mér veg þinn, Drottinn, leið mig um slétta braut sakir óvina minna.
Sálmarnir 27:11 -
Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér:
Sálmarnir 32:8 -
Frá Drottni kemur skrefum mannsins festa, þegar hann hefir þóknun á breytni hans.
Sálmarnir 37:23 -
Þú munt leiða mig eftir ályktun þinni, og síðan munt þú taka við mér í dýrð.
Sálmarnir 73:24 -
Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu.
Sálmarnir 119:18 -
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.
Sálmarnir 119:105 -
Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra.
Sálmarnir 119:130 -
Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags, því að þér treysti ég. Gjör mér kunnan þann veg, er ég á að ganga, því að til þín hef ég sál mína.
Sálmarnir 143:8 -
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
Orðskviðirnir 3:5, 6 -
Þegar þú ert á gangi, þá leiði þau þig, þegar þú hvílist, vaki þau yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði þau við þig.
Orðskviðirnir 6:22 -
og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: "Hér er vegurinn! Farið hann!"
Jesaja 30:21 -
Ég mun leiða blinda menn um veg, er þeir ekki rata, færa þá um stigu, sem þeir ekki þekkja. Ég vil gjöra myrkrið fram undan þeim að ljósi og hólótt landið að jafnsléttu. Þessa hluti mun ég gjöra, og ég hætti eigi við þá.
Jesaja 42:16 -
Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum. Hann vekur á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar gjöra.
Jesaja 50:4 -
Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, er aldrei þrýtur.
Jesaja 58:11 -
Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.
Jeremía 10:23 -
Þeir skulu þjóna Drottni, Guði sínum, og Davíð, konungi sínum, er ég mun uppvekja þeim.
Jeremía 31:9 -
því að vér lifum í trú, en sjáum ekki.
Síðara Korintubréf 5:7 -
Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.
Hebreabréfið 4:12 -
"Gætið að, hvað þér gjörið, því að eigi dæmið þér í umboði manna, heldur Drottins, og hann er með yður í dómum.
Síðari kroníkubók 19:6 -
já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði.Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.
Orðskviðirnir 2:3, 5, 6 -
Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni.
Orðskviðirnir 16:1 -
Illmenni skilja ekki hvað rétt er, en þeir sem leita Drottins, skilja allt.
Orðskviðirnir 28:5 -
Yfir honum mun hvíla andi Drottins: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.Unun hans mun vera að óttast Drottin. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.
Jesaja 11:2, 3 -
Og þessum fjórum sveinum gaf Guð kunnáttu og skilning á alls konar rit og vísindi, en Daníel kunni og skyn á alls konar vitrunum og draumum.
Daníel 1:17 -
Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.
Jakobsbréfið 1:5 -
Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags, því að þér treysti ég. Gjör mér kunnan þann veg, er ég á að ganga, því að til þín hef ég sál mína.
Sálmarnir 143:8 -
Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um slétta braut.Veit mér að lifa, Drottinn, sakir nafns þíns, leið mig úr nauðum sakir réttlætis þíns.
Sálmarnir 143:10, 11 -
hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur -
Orðskviðirnir 1:5 -
Afglapanum finnst sinn vegur réttur, en vitur maður hlýðir á ráð.
Orðskviðirnir 12:15 -
Áformin verða að engu, þar sem engin er ráðagerðin, en ef margir leggja á ráðin, fá þau framgang.
Orðskviðirnir 15:22 -
Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verðir vitur eftirleiðis.
Orðskviðirnir 19:20 -
Vel ráðin áform fá framgang, haf því holl ráð, er þú heyr stríð.
Orðskviðirnir 20:18 -
því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.
Orðskviðirnir 24:6 -
Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm."
Jóhannesarguðspjall 7:24 -
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
Jakobsbréfið 3:17 -
Þetta er nú í þriðja sinn, sem ég kem til yðar. Því "aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír beri."
Síðara Korintubréf 13:1