Börn


  • Komið, börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður ótta Drottins.
    Sálmarnir 34:11
  • Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.
    Sálmarnir 119:9
  • Drottinn mun koma öllu vel til vegar fyrir mig, Drottinn, miskunn þín varir að eilífu. Yfirgef eigi verk handa þinna.
    Sálmarnir 138:8
  • Synir vorir eru sem þroskaðir teinungar í æsku sinni, dætur vorar sem hornsúlur, úthöggnar í hallarstíl.
    Sálmarnir 144:12
  • Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín,
    Orðskviðirnir 3:1
  • Og nú, þér yngismenn, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.
    Orðskviðirnir 8:32-33
  • Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
    Orðskviðirnir 22:6
  • Allir synir þínir eru lærisveinar Drottins og njóta mikils friðar.
    Jesaja 54:13
  • Þegar þeir höfðu matast, sagði Jesús við Símon Pétur: "Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?" Hann svarar: "Já, Drottinn, þú veist, að ég elska þig." Jesús segir við hann: "Gæt þú lamba minna."
    Jóhannesarguðspjall 21:15
  • Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
    Síðara Tímóteusarbréf 2:22
  • Ég hef enga meiri gleði en þá að heyra, að börnin mín lifi í sannleikanum.
    Þriðja Jóhannesarbréf 1:4
  • því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.
    Orðskviðirnir 3:12
  • Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.
    Orðskviðirnir 13:24
  • Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.
    Orðskviðirnir 19:18
  • Ef fíflska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan.
    Orðskviðirnir 22:15
  • Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.
    Orðskviðirnir 23:13
  • Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar, svo að þau verði ekki ístöðulaus.
    Kólussubréfið 3:21
  • Hann á að vera maður, sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur börnum sínum í hlýðni með allri siðprýði.
    Fyrra Tímóteusarbréf 3:4
  • Og þér hafið gleymt áminningunni, sem ávarpar yður eins og syni: Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Drottins, og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig. Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér þrælbornir og ekki synir. Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa?
    Hebreabréfið 12:5-9
  • Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.
    Fimmta Mósebók 6:7
  • Varðveit þú og hlýð þú öllum þessum boðorðum, sem ég legg fyrir þig, svo að þér vegni vel og börnum þínum eftir þig ævinlega, er þú gjörir það, sem gott er og rétt í augum Drottins Guðs þíns.
    Fimmta Mósebók 12:28
  • sagði hann við þá: "Hugfestið öll þau orð, sem ég flyt yður í dag, til þess að þér getið brýnt þau fyrir börnum yðar, svo að þau gæti þess að halda öll orð þessa lögmáls.Því að það er ekkert hégómamál fyrir yður, heldur er það líf yðar, og fyrir þetta orð munuð þér lifa langa ævi í landinu, sem þér haldið nú inn í yfir Jórdan til þess að taka það til eignar."
    Fimmta Mósebók 32:46, 47
  • þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: "Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!
    Orðskviðirnir 4:4, 5
  • Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann.
    Orðskviðirnir 20:7
  • Og ég litaðist um, reis upp og sagði við tignarmennina og yfirmennina og hitt fólkið: "Eigi skuluð þér óttast þá. En minnist Drottins, hins mikla og ógurlega, og berjist fyrir bræður yðar, sonu yðar, dætur yðar, konur yðar og hús yðar."
    Nehemíabók 4:14
  • Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.
    Efesusbréfið 6:4
  • Og það sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem líka munu færir um að kenna öðrum.
    Síðara Tímóteusarbréf 2:2