Heiðarleiki


 • Ljúgið ekki hver að öðrum, því þér hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans
  Kólussubréfið 3:9
 • Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
  Rómverjabréfið 12:17
 • Því að vér ástundum það sem gott er, ekki aðeins fyrir Drottni, heldur og fyrir mönnum.
  Síðara Korintubréf 8:21
 • Svikavog er Drottni andstyggð, en full vog yndi hans.Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.
  Orðskviðirnir 11:1, 3
 • Yfirsjón varanna er ill snara, en hinn réttláti bjargast úr nauðum.Sá sem segir sannleikann hispurslaust, mælir fram það sem rétt er, en falsvotturinn svik.
  Orðskviðirnir 12:13, 17
 • Sá sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.
  Orðskviðirnir 28:13
 • Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.-
  Jakobsbréfið 5:16
 • Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann, og fyrir augliti Guðs skírskot um vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss.
  Síðara Korintubréf 4:2