Styrkan gjörir


  • því að Drottinn Guð yðar fer með yður til þess að berjast fyrir yður við óvini yðar og veita yður fulltingi."
    Fimmta Mósebók 20:4
  • "Ver hughraustur og öruggur og kom þessu til framkvæmdar. Óttast ekki og lát eigi hugfallast, því að Drottinn Guð, Guð minn, mun vera með þér. Hann mun eigi sleppa af þér hendinni og eigi yfirgefa þig, uns lokið er öllum störfum til þjónustugjörðar í musteri Drottins.
    Fyrri kroníkubók 28:20
  • Því að hann styður mannlegur máttur, en með oss er Drottinn, Guð vor, til þess að hjálpa oss og heyja orustur vorar."
    Síðari kroníkubók 32:8
  • Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins.
    Sálmarnir 8:2
  • Því að fyrir þína hjálp brýt ég múra, fyrir hjálp Guðs míns stekk ég yfir borgarveggi.Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum þeim sem leita hælis hjá honum. Sá Guð sem gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan,
    Sálmarnir 18:29, 30, 32
  • Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors.
    Sálmarnir 20:7
  • Ég treysti því að fá að sjá gæsku Drottins á landi lifenda!Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin.
    Sálmarnir 27:13, 14
  • Drottinn er vígi mitt og skjöldur, honum treysti hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann. Drottinn er vígi lýð sínum og hjálparhæli sínum smurða.
    Sálmarnir 28:7, 8
  • Hjálp réttlátra kemur frá Drottni, hann er hæli þeirra á neyðartímum.
    Sálmarnir 37:39
  • Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð.
    Sálmarnir 73:26
  • Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu. Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon.
    Sálmarnir 84:5, 7
  • Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, og hann varð mér til hjálpræðis.
    Sálmarnir 118:14
  • Sál mín tárast af trega, reis mig upp eftir orði þínu.
    Sálmarnir 119:28
  • Þú varst vörn lítilmagnans, vörn hins vesala í nauðum hans, skjól í skúrunum, hlíf í hitanum. Þótt andgustur ofríkismannanna sé eins og kuldaskúrir,
    Jesaja 25:4
  • Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
    Jesaja 40:29
  • Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.
    Jesaja 41:10
  • Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt."
    Matteusarguðspjall 19:26
  • Hvað eigum vér þá að segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?
    Rómverjabréfið 8:31
  • Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði,
    Síðara Korintubréf 3:5
  • því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.
    Síðara Korintubréf 10:4
  • Og hann hefur svarað mér: "Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika." Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur, þá er ég máttugur.
    Síðara Korintubréf 12:9, 10
  • Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður,
    Efesusbréfið 3:16
  • Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
    Efesusbréfið 6:10
  • Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.
    Filippíbréfið4:13
  • Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.
    Fyrsta Jóhannesarbréf 4:4
  • Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín, meðan hjarta mitt örmagnast. Hef mig upp á bjarg það, sem mér er of hátt.
    Sálmarnir 61:2
  • Hann bjargar hinum snauða, er hrópar á hjálp, og hinum þjáða, er enginn liðsinnir.
    Sálmarnir 72:12
  • Þegar ég hrópaði, bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugmóð, er ég fann kraft hjá mér.
    Sálmarnir 138:3
  • en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
    Jesaja 40:31
  • Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur."
    Jósúabók 1:9
  • Fyrir því mælir Drottinn, Guð allsherjar, svo: Af því að þeir hafa mælt slíkum orðum, fer svo fyrir þeim sjálfum! Ég gjöri orð mín í munni þínum að eldi og þessa þjóð að eldiviði, til þess að hann eyði henni.
    Jeremía 5:14
  • Ég vil gjöra þá sterka í Drottni, og af hans nafni skulu þeir hrósa sér - segir Drottinn.
    Sakaría 10:12
  • Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður.
    Matteusarguðspjall 10:20
  • En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endiMarkúsarguðspjall a jarðarinnar."
    Postulasagan 1:8
  • Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.
    Postulasagan 4:13
  • Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs.
    Fyrra Korintubréf 1:18
  • Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar,til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.
    Fyrra Korintubréf 2:4, 5