Fyrirheit um hamingju


  • Allir kætast, er treysta þér, þeir fagna að eilífu, því að þú verndar þá. Þeir sem elska nafn þitt gleðjast yfir þér.
    Sálmarnir 5:11
  • Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.
    Sálmarnir 16:11
  • Andartak stendur reiði hans, en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.
    Sálmarnir 30:5
  • Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng.
    Sálmarnir 126:5
  • Helgigönguljóð. Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum.Já, afla handa þinna skalt þú njóta, sæll ert þú, vel farnast þér.
    Sálmarnir 128:1, 2
  • Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa. Þeir koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.
    Jesaja 35:10
  • Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.
    Jóhannesarguðspjall 15:11
  • Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
    Rómverjabréfið 14:17