Vernd gegn óvinum
-
Fyrir því skuluð þér halda setningar mínar og varðveita lög mín og halda þau, svo að þér megið óhultir búa í landinu.
ÞRIÐJA MÓSEBÓK 25:18 -
Um Benjamín sagði hann: Ljúflingur Drottins býr óhultur hjá honum. Hann verndar hann alla daga og hefir tekið sér bólfestu milli hálsa hans.
FIMMTA MÓSEBÓK 33:12 -
Hæli er hinn eilífi Guð, og hið neðra eru eilífir armar. Hann stökkti óvinum þínum undan þér og sagði: Gjöreyð!
FIMMTA MÓSEBÓK 33:27 -
Virst þú nú að blessa hús þjóns þíns, svo að það sé til að eilífu fyrir þínu augliti. Því að þú, Drottinn Guð, hefir fyrirheit gefið, og fyrir blessun þína mun hús þjóns þíns blessað verða að eilífu."
SÍÐARI SAMÚELSBÓK 7:29 -
Og Davíð setti landstjóra á Sýrlandi, því er kennt er við Damaskus, og urðu Sýrlendingar skattskyldir þegnar Davíðs. Þannig veitti Drottinn Davíð sigur, hvert sem hann fór.
SÍÐARI SAMÚELSBÓK 8:6 -
Ég hefi verið með þér í öllu, sem þú hefir tekið þér fyrir hendur, og upprætt alla óvini þína fyrir þér. Ég mun gjöra nafn þitt sem nafn hinna mestu manna, sem á jörðinni eru,
FYRRI KRONÍKUBÓK 17:8 -
Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.
SÁLMARNIR 4:8 -
Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur.
SÁLMARNIR 16:8 -
Því að konungurinn treystir Drottni, og vegna elsku Hins hæsta bifast hann eigi. Hönd þín nær til allra óvina þinna, hægri hönd þín nær til allra hatursmanna þinna. Þú gjörir þá sem glóandi ofn, er þú lítur á þá. Drottinn tortímir þeim í reiði sinni, og eldurinn eyðir þeim.
SÁLMARNIR 21:7-9 -
Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann, og frelsar þá.
SÁLMARNIR 34:7 -
Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð. (46:2) Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
SÁLMARNIR 46:1 -
Konungurinn skal gleðjast yfir Guði, hver sá er sver við hann, skal sigri hrósa, af því að munni lygaranna hefir verið lokað.
SÁLMARNIR 63:11 -
Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.
SÁLMARNIR 91:9, 10 -
Helgigönguljóð. Eftir Salómon. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis.
SÁLMARNIR 127:1 -
Þar vil ég láta Davíð horn vaxa, þar hefi ég búið lampa mínum smurða. Óvini hans vil ég íklæða skömm, en á honum skal kóróna hans ljóma."
SÁLMARNIR 132:17,18 -
Þú veitir konungunum sigur, hrífur Davíð þjón þinn undan hinu illa sverði.
SÁLMARNIR 144:10 -
Því að Drottinn mun vera athvarf þitt og varðveita fót þinn, að hann verði eigi fanginn.
ORÐSKVIÐIRNIR 3:26 -
Í ótta Drottins er öruggt traust, og synir slíks manns munu athvarf eiga.
ORÐSKVIÐIRNIR 14:26 -
Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur.
ORÐSKVIÐIRNIR 18:10 -
Hesturinn er hafður viðbúinn til orustudagsins, en sigurinn er í hendi Drottins.
ORÐSKVIÐIRNIR 21:31 -
Sérhvert orð Guðs er hreint, hann er skjöldur þeim, er leita hælis hjá honum.
ORÐSKVIÐIRNIR 30:5 -
Nei, Drottinn Guð gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína.
Amos 3:7 -
Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
EFESUSBRÉFIÐ 6:11, 12