Heilun


  • Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.
    Sálmarnir 34:19
  • Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum.Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
    Jakobsbréfið5:14-16
  • hann sendi út orð sitt og læknaði þá og bjargaði þeim frá gröfinni.
    Sálmarnir 107:20
  • Ég hefi heyrt bæn þína og séð tár þín. Sjá, ég mun lækna þig. Á þriðja degi munt þú ganga upp í hús Drottins.
    Síðari konungabók 20:5
  • Ég mun láta koma hyldgan á sár þín og lækna þig af áverkum þínum - segir Drottinn - af því að þeir kalla þig "hina brottreknu," "Síon, sem enginn spyr eftir."
    Jeremía 30:17
  • Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
    Jesaja 40:29
  • Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,
    Sálmarnir103:3
  • en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
    Jesaja 53:5
  • Og hann sagði: "Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn."
    Önnur Mósebók 15:26
  • Er hann leit þá, sagði hann við þá: "Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir.
    Lúkasarguðspjall 17:14
  • Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
    Matteusarguðspjall 10:1
  • En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum, og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu,
    Malakí 4:2
  • Pétur sagði við hann: "Eneas, Jesús Kristur læknar þig, statt upp og bú um þig." Jafnskjótt stóð hann upp.
    Postulasagan 9:34
  • En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."
    Markúsarguðspjall 16:17-18
  • Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt.
    Hebreabréfið 12:13
  • Og til þess að ég skuli ekki hrokast upp af hinum miklu opinberunum, er mér gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig, til þess að ég skuli ekki hrokast upp.Þrisvar hef ég beðið Drottin þess að láta hann fara frá mér.Og hann hefur svarað mér: "Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika." Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.
    Síðara Korintubréf12:7-9