Ást
- En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.
Fyrra Korintubréf 13:13 -
Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.'Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.'Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."
Matteusarguðspjall 22:37-40 -
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Jóhannesarguðspjall 3:16 -
Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars, því að kærleikur hylur fjölda synda.
Fyrra Pétursbréf 4:8 -
Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna.Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.
Fyrsta Jóhannesarbréf 3:16-18 -
Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð.Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.
Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7, 8 -
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig."
Galatabréfið 5:14 -
Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.
Jóhannesarguðspjall 14:15 -
Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.'
Matteusarguðspjall 25:40 -
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.
Matteusarguðspjall 7:12 -
Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.
Kólussubréfið 3:13, 14 -
Allt sé hjá yður í kærleika gjört.
Fyrra Korintubréf 16:14 -
Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.
Jóhannesarguðspjall 15:13 -
Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.
Fyrsta Jóhannesarbréf 4:19 -
Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
Rómverjabréfið 8:38, 39 -
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.
Jóhannesarguðspjall 13:34 -
Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig."Júdas - ekki Ískaríot - sagði við hann: "Herra, hverju sætir það, að þú vilt birtast oss, en eigi heiminum?"Jesús svaraði: "Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig.
Jóhannesarguðspjall 14:21-24 -
Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.
Rómverjabréfið 12:9 -
Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.
Fyrsta Jóhannesarbréf 4:11 -
Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.
Fyrsta Jóhannesarbréf 4:21