Trú


  • Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.-
    Rómverjabréfið10:17
  • Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.6 Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
    Orðskviðirnir3:5, 6
  • Jesús sagði við hann: "Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir."
    Markúsarguðspjall 9:23
  • Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.
    Síðara Korintubréf 5:17
  • en Guði er enginn hlutur um megn."
    Lúkasarguðspjall 1:37
  • "Verði ykkur að trú ykkar."
    Matteusarguðspjall 9:29
  • Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
    Hebreabréfið 11:1
  • Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.6 En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi.7 Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla,8 að hann fái nokkuð hjá Drottni.
    Jakobsbréfið 1:5-8
  • En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.
    Hebreabréfið 11:6
  • Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
    Jakobsbréfið 2:26
  • Allt sem ekki er af trú er synd.
    Rómverjabréfið 14:23
  • Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.
    Hebreabréfið 10:38
  • Sjá, hann mun deyða mig - ég bíð hans, aðeins vil ég verja breytni mína fyrir augliti hans.
    Jobsbók 13:15
  • Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. En þér vilduð það ekki
    Jesaja 30:15
  • Þótt vér séum ótrúir, þá verður hann samt trúr, því að ekki getur hann afneitað sjálfum sér.
    Síðara Tímóteusarbréf 2:13
  • því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.
    Fyrsta Jóhannesarbréf 5:4
  • Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
    Efesusbréfið 6:16
  • Hann svaraði þeim: "Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn.
    Matteusarguðspjall 17:20
  • Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.
    Hebreabréfið 12:2
  • Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.
    Rómverjabréfið 5:1
  • Jesús svaraði þeim: "Trúið á Guð.
    Markúsarguðspjall 11:22
  • Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum.7 Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.8 Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði,9 þegar þér eruð að ná takMarkúsarguðspjall i trúar yðar, frelsun sálna yðar.
    Fyrra Pétursbréf 1:6-9