Góður svefn  • Jobsbók 11:18,19 Og þú munt vera öruggur, því að enn er von, og skyggnist þú um, getur þú lagst óhultur til hvíldar. Og þú hvílist, og enginn hræðir þig, og margir munu reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér.

  • Sálmarnir 3:5 Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.

  • Sálmarnir 4:8 Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.

  • Sálmarnir 91:5 Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,

  • Orðskviðirnir 3:24 Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.