Aðskilnað frá ástvinum


 • og Mispa, með því að hann sagði: "Drottinn sé á verði milli mín og þín, þá er við skiljum.
  Fyrsta Mósebók 31:49
 • Um svein þennan gjörði ég bæn mína, og Drottinn veitti mér bæn mína, sem ég bað hann um.Fyrir því vil ég og ljá Drottni hann. Svo lengi sem hann lifir, skal hann vera Drottni léður." Og þau féllu þar fram fyrir Drottin.
  Fyrri Samúelsbók 1:27, 28
 • Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
  Sálmarnir 23:4
 • Enda þótt faðir minn og móðir hafi yfirgefið mig, tekur Drottinn mig að sér.
  Sálmarnir 27:10
 • Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.
  Sálmarnir 34:18
 • Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra.
  Sálmarnir 147:3
 • Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni. Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna, þá mundu menn ekki gjöra annað en fyrirlíta hann.
  Ljóðaljóðin 8:7
 • Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.
  Jóhannesarguðspjall 14:18
 • Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast.
  Rómverjabréfið 8:18
 • sem huggar oss í sérhverri þrenging vorri, svo að vér getum huggað alla aðra í þrengingum þeirra með þeirri huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlotið.
  Síðara Korintubréf 1:4
 • En það, sem var mér ávinningur, met ég nú vera tjón sakir Krists.Já, meira að segja met ég allt vera tjón hjá þeim yfirburðum að þekkja Krist Jesú, Drottin minn. Sakir hans hef ég misst allt og met það sem sorp, til þess að ég geti áunnið Krist
  Filippíbréfið 3:7, 8
 • Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.
  Fyrra Þessaloníkubréf 4:13
 • Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.
  Fyrra Pétursbréf 1:7